Hvað fleira viltu vita um fjárfestingar?

Opinn og gagnvirkur fræðslufundur um fjárfestingar

26.1.2021

Hvernig virkar frítekjumark fjármagnstekna vegna fjárfestinga í hlutabréfum? Er ekki áhætta í neikvæðum vöxtum? Skiptir máli hvernig fyrirtæki sem ég vil fjárfesta í eru fjármögnuð? Hvort er betra að fjárfesta í félögum sem greiða arð eða ekki? Hvernig get ég fjárfest með sem auðveldustum hætti? Við dembum þessum spurningum og fleirum á sérfræðinga okkar á Zoom klukkan 12:00 þann 9. febrúar. 

Til að mæta auknum áhuga fólks á fjárfestingum munu Nasdaq Iceland og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann bjóða upp á gagnvirkan fræðslufund um fjárfestingar í hlutabréfum – „Hvað fleira viltu vita um fjárfestingar“ – og þið verðið fundarstjórar eins og á fyrri fundinum sem vakti mjög mikla athygli. 

Upptaka af fundinum:

https://vimeo.com/510619084

Spurningum verður varpað upp í rauntíma með vali um næsta umræðuefni og val meirihlutans ræður hvað verður tekið fyrir hverju sinni. Við reynum að svara báðum ef mjótt verður á mununum. Að auki hvetjum ykkur eindregið til að senda okkur spurningar á netfangið nasdaqiceland@nasdaq.com fyrir 8. febrúar og við gerum okkar besta til að setja þær á dagskrá.

Undir svörum munu sitja Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum og Anna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skuldabréfateymis hjá Stefni. Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði í Háskólanum í Reykjavík, heldur utan um spjall og spurningar. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland mun opna fundinn.