Námið
Rannsóknir
HR

10. desember 2025

Mikilvægt að taka þekkingaráhættu með í reikninginn

Managing Knowledge Risks, er nýútgefinn HSTtalk fyrirlestur dr. Susanne Durst, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn er ætlaður til notkunar í kennslu eða til sjálfsnáms á háskólastigi og er sniðinn að bæði viðskiptafræðinemum og þeim sem hafa áhuga á þekkingarstjórnun eða skyldum fræðum, svo sem áhættustjórnun. Hér má nálgast fyrirlesturinn. 

Með því að beina sjónum að mögulegri áhættu sem tengist þekkingu vil ég með fyrirlestrinum ögra þeim ríkjandi skilningi að þekking sé eðlislægt jákvæð. Með samspili kenninga og tilviksrannsóknar, sem sniðin er að efninu, lærir hlustandinn hvað átt er við með þekkingaráhættu og hvers vegna mikilvægt er að taka hana með í reikninginn í skipulagsheildum til að stjórna betur þeirri auðlind sem þekking er. 

Segir Susanne, sem lítur yfir afar árangursríkt ár að baki.

Ég er ánægð með að þessi fyrirlestur sé nú kominn út auk þess sem tvær bækur sem ég hef skrifað ásamt samstarfsfélögum hafa einnig verið gefnar út. Önnu þeirra er Knowledge Management at the Crossroads, Navigating Risks and Benefits. Við Yasmina Khadir, samstarfskona mín, teljum að þessi bók eigi erindi við alla lesendur sem hafa áhuga á þekkingarstjórnun. Í bókinni er ekki aðeins að finna hnitmiðaða kynningu á efninu, það borið saman við önnur efni og aðgreint frá þeim, heldur er þar einnig fjallað um nýjustu þróun á sviðinu. Svo sem þekkingaráhættu og ábyrga þekkingarstjórnun og möguleg áhrif hennar á samtímann. Þekking gegnir einnig mikilvægu hlutverki í hinni bókinni sem ber heitið Inclusive and Responsible Entrepreneurship in a Turbulent Era. Við vonumst til að hún gefi lesendum tilefni til umhugsunar og undirstriki mikilvægi frumkvöðlastarfsemi fyrir brýnar, samfélagslegar umbætur. 

Segir Susanne sem horfir björtum augum til ársins 2026. Nú þegar séu á teikniborðinu fjöldi áhugaverðra verkefna og þau verði vafalaust fleiri.  

Sérsvið Susanne eru meðal annars þekkingar- og áhættustjórnun, stjórnun og nýsköpun, sjálfbær viðskiptaþróun og ábyrg stafræn umbreyting, sérstaklega hjá minni sprotafyrirtækjum. 

Susanne hefur leitt alþjóðleg rannsóknarverkefni og hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar, þar á meðal Emerald Literati-verðlaunin fyrir Outstanding Paper árin 2020 og 2023. Þá var hún nú í apríl númer eitt á Íslandi á lista Research.com yfir fremstu vísindamenn í heimi í viðskiptafræði og stjórnun fyrir árið 2025. 

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir