Lektor í tölvunarfræði meðal höfunda bókarinnar Designing Serious Games sem gefin er út af MIT press
Út er komin bókin Designing Serious Games, sem gefin er út af MIT press útgáfunni. Meðal höfunda er Dr. Elín Carstensdóttir, lektor við tölvunarfræðideild HR, en meðhöfundar hennar eru kollegar hennar við UC Santa Cruz háskólann í Kaliforníu, þau Dr. Magy Seif El-Nasr og Michael John.
Þríeykið kenndi saman í meistarnámi í faginu við UC Santa Cruz og unnu saman að hönnun á slíkjum leikjum fyrir rannsóknir þar að auki. Þau hafa í mörg ár unnið með, hannað og metið tölvuleiki sem er ætlað að hafa ákveðinn tilgang (games for impact) s.s fyrir menntun og heilsueflingu.

Bókin er ætluð bæði sem kennslubók og sem heildstætt rit fyrir hvern þann sem vill hanna og framleiða tölvuleik sem ætlað er að hafa mælanleg áhrif á notendur í gegnum leik hvort heldur sem er í kennslu eða við endurhæfingu eða í vísindalegum, listrænum eða samfélagslegum tilgangi. Í bókinni er rakið allt frá hönnunar- og framleiðsluferli, yfir í markaðsetningu og fjármögnun á slíkum verkefnum auk þess sem útskýrðar eru vísindalegar aðferðir og grunnþekkingu fyrir matsaðferðir. Þá má í bókinni finna viðtöl þar sem sérfræðingar sem starfa á þessu sviði deila sinni reynslu.
Hönnun og framleiðsla á leikjum sem ætlað er að hafa ákveðinn og mælanlegan tilgang er í grunninn svipuð og á almennum leikjamarkaði en um leið mun flóknari þar sem að leikirnir þurfa að sameina bæði skemmtun og mælanlegan árangur og áhrif. Hönnunin á leiknum sjálfum þarf því að vera vel úthugsuð, prófuð, og smíðuð til að ná tilætluðum árangri. Slíkt krefst mikillar samvinnu margra ólíkra notendahópa og sérfræðinga m.a. frá þeim sem hanna og smíða leikinn sjálfan sem oft krefst sértækrar tæknilegrar kunnáttu.
Segir Elín en nánari upplýsingar um bókina má nálgast hér.
Dagsetning
Deila